Ellismellur

Single, released September 2018

Music by Moses Hightower
Lyrics by Andri Ólafsson and Steingrímur Karl Teague

Produced by Moses Hightower

Recorded by Gunnar Örn Tynes and Moses Hightower

Mixed by Styrmir Hauksson
Mastered by Glenn Schick

 

Að loknum lestri fréttanna
litgreini sokka og sameina:
Einn, tveir, áfram gakk!

Fylgist með fótabúnaði
í hans náttúrulega umhverfi
og sé að þeim fjölgar, stöku sokkunum.

Í grámann grannaskinnin falla eins og flís við rass,
fljúga ansi oft á Útvarp Saga class,
og fá sér af stút.

Og þegar öllu þeirra bauki er á botninn hvolft
blasir við að ekki gerist alltof oft
að þau kíki eitthvert út

og ég spyr mig:
Er ekki mál að linni?
Er ekki kominn tími til að skora gufuna á hólm?

Og sjá:
Vatteruð kona í kvartbuxum,
(hjarta, ertu fransbrauð?)
ég kikna í göngulimunum!
(fýsn, ertu hordauð?)

Ég sagði: „Kannski væri þjóðráð að við kíktum í
kaffibolla og mögulega kruðerí,
og rifjuðum upp gengna slóð?“

Hún sagði: „Á laugardögum líta barnabörnin við,
á mánudaginn læt ég skipta um mjaðmarlið
en annars er ég bara góð.“

Er ekki kominn tími til að tíminn komi til?

 

©2019 Moses Hightower