top of page
Eyja (feat. Prins Póló)

Single - 2024

Music by Moses Hightower
Lyrics by Andri Ólafsson & Steingrímur Karl Teague
Produced by Moses Hightower
Recorded by Styrmir Hauksson and Andri Ólafsson in Hljóðriti and Fyrrum Kristileg miðstöð
Mixed and mastered by Styrmir Hauksson

Lyrics

Ég þekki unglinginn í afgreiðslunni
því þetta er eyja.

Ég át sand með pabba hans einu sinni
því þetta er eyja.

Ég er fyrrverandi píparans.
Ég er kafli í sögu þinni og hans.
Ég er flís í auga náungans
á þessari eyju.

Brenndu ekki of margar brýr
búandi á EYJU.
Fyrri syndir, fyrri líf
föst á sömu EYJU.

Ein búðarferð er meiriháttar mál
því þetta er eyja.
Þú skuldar Pétri og þú skeist á Pál
því þetta er eyja.

Ég er fyrrverandi píparans.
Ég er kafli í sögu sérhvers manns.
Ég er flís í auga náungans
á þessari eyju.

Brenndu ekki of margar brýr
búandi á EYJU.
Fyrri syndir, fyrri líf
föst á sömu EYJU.

Samherjar í sandkassanum,
aflaklær á árbakkanum.

bottom of page