top of page
Fjallaloft

Released June 2017

All songs by Moses Hightower
Lyrics by Andri Ólafsson & Steingrímur Karl Teague
Track 1 produced by Moses Hightower & Styrmir Hauksson
Tracks 2-11 produced by Moses Hightower, Styrmir Hauksson & Gunnar Örn Tynes
Horn arrangements on tracks 2 & 7 by Andri Ólafsson & Steingrímur Karl Teague
String arrangement on track 4 by Daníel Friðrik Böðvarsson

Recorded all over Reykjavík, January 2015 to February 2017, by Gunnar Örn Tynes, Magnús Árni Øder Kristinsson, Styrmir Hauksson, Guðmundur Kristinn Jónsson & Moses Hightower

Mixed by Styrmir Hauksson
Mastered by Glenn Schick

Cover design: Sigríður Ása Júlíusdóttir
Photography: Rafael Pinho

Guest artists:
Ari Bragi Kárason - trumpet, tracks 2 & 7
Björgvin Ragnar Hjálmarsson - tenor sax, track 7 Helga Þóra Björgvinsdóttir - violin, track 4
Ingrid Karlsdóttir - violin, track 4
Júlía Mogensen - cello, track 4
Kjartan Hákonarson - trumpet, track 7
Kristín Þóra Haraldsdóttir - viola, track 4
Óskar Guðjónsson - tenor sax, track 2
Samúel Jón Samúelsson - trombone, tracks 2 & 7

Lyrics

1

Trúnó

Þau sitja eftir
með auð sætispláss til beggja handa,
dreypandi sitt á hvað
á drykkjunum sem eftir standa.

„Alveg sjálfsagt,
ekki að minnast á.
Láttu vaða,
leystu skjóðu frá.
Ég segi engum!“

Svo kryfjast hjartans mál
og einhvers andadýr er panda.

Trúnó, trúnó, (kinn við) kinn við kinn:
Þú og ég og einhver vinur þinn.
Trúnó treina, trúnó viðhalda,
nóttin naumast orðin miðaldra.

Og við svo krumpuð bæði og breytt
því það er langt um liðið,
og hundruð hundaára
hafa á okkar daga drifið.

Hann ber af sér blak frá makanum.
Þau takast á: Hvort skuli saka um
þakið sem hrakar í rakanum?

„En ég makaði á það fram og til baka, ha?
Vertu ekki hengjandi smið fyrir bakara!“

3

Snefill

Blika stjörnur bast og tvist,
urtubarn í útskersvist
er að lognast útaf,
og ég hafa það vil sem það hefur
því það er eins og er ekki snefill af mér sem að sefur.

Þér sem einnig liggur hér
vinnst létt að sofa.
Áir sátt í örmum mér
ásamt náladofa.

Ég er bit yfir því
hve þú talblöðruna í
getur teiknað zetur!

Og ég hafa það vil sem þú hefur
því það er eins og er ekki snefill af mér sem að sefur.
Já, ég hafa það vil sem þú hefur.

Að ég einn og aukreitis
norpi í vökuheimi
þýðir ekki aldeilis
að mig ekki dreymi.

Nei, ég hafa það vil sem þú hefur.

5

Feikn

Yfir dyraþrepið
ég ætla mér,
en óttast það sem bíður mín.

Verða ekki aftur tekin
orðin þau,
sem máttu jú alveg missa sín?

Og þau feikna ský
sem frussa oss á
mættu sér halda í
héðan í frá.

Þegar loks ég mæti
mænirðu á,
svo myrk á svip og dimm,

en glottir út í annað
eftir smá,
og gefur mér svo fimm.

7

Mjóddin

Á duggunni
velkjumst við og vindhviðurnar rugga henni.
Ég svæli í mig samloku í muggunni
og gubba henni.

Í bíóum
voðamennin valhoppa með hnífana um.
Ég horfi, en tékka á heila og hálfa tímanum
á símanum.

Já það er satt,
ég var heimakær úr hófi fram
en lét svo af þeim ósið.
Ég var týndur aumur einstæðingur
en svo sá ég ljósið.
Já, ég sá ljósið.

Í slyddunni
ég tók af okkur mynd og óvart eyddi henni.
Við nærðumst síðan næstum ótilneydd inni
í Mjóddinni.

Ég leit upp og sá ljósið.

Hann var heimakær úr hófi fram
(en lét svo af þeim ósið)!
Hann var týndur!
Ég var týndur aumur einstæðingur
en (en!) svo sá ég ljósið,
(já, hann sá ljósið!)
ég bæði segi og skrifa ljósið.

9

Suma daga

Dag frá degi, stað úr stað
ýtum frá og leggjum að.
Kurl á flótta undan gröfum.

Allt er muldrað undir rós,
aldrei gefið stefnuljós,
ekkert letrað skýrum stöfum.

Suma daga siglir hjartað lygnan sjá,
en suma daga andar ósköp köldu.

Og á kvöldin, niðri á strönd
í limbó undir sjónarrönd fer sólin mín,
með réttu eða röngu.

Og einn daginn ber það að:
Tíminn knýr á – sér tekur aftur það
sem að fékkst að láni fyrir löngu.

Suma daga siglir hjartað lygnan sjá,
en suma daga stendur það í ströngu.

11

Gætur

Látið í té
með meiru
fegurð og fé
og fremur útstæð eyru
þér gæfan hefur.

Við höfum þann háttinn á,

ég þegi, þú segir frá
,
en veröldin sefur.

Svo tekurðu mig á taugum
þegar við tekur þögn,

þú dokar við ögn

og með órætt stemmdum augum

mér gætur gefur.

2

Fjallaloft

Hvað er þessi blíða nema ruglun reyta
ljóss og logns sem varir alltof stutt?
Og hvað er þessi jökull nema bleyta
sem bráðnar innan skamms og gufar upp?

Lóuparið lúkkar vel á heiðinni og veit það.
Leyfist mér að játa
að ég er leiður á þeim strax?
Og löppum sínum óþolandi gæsir beita
á íronískan máta,
beggja vegna sólarlags.

Þú elskar fjöllin.
Þú elskar fjallaloft.
Þú ert ekki svöng, ekki þreytt,
fersk og leiðist ekki neitt.

Höglum hæfðar rjúpur ropa: „Hneit þar,“
á byssum gyrta böðla,
sem hrökkva þá í kút.
Jú, lóuparið lúkkar vel, en því er ekki að neita
að það var eitthvað annað sem dró mig hingað út.

4

Geim

„Hæ aftur, manstu ekki eftir mér?“
fékk halastjarnan sagt við Júpíter.
„Býðurðu mér heim?
Mér sýnist við jú vera
bæði geim.“

„Nú renna á mig – kærust, trúðu mér –
grímur tvær,“ mælti þá Júpíter.
„Burtséð þó frá þeim
er ég vissulega
geim.“

Og á sama ári – manstu það? –
sér annar fundur átti líka stað
hjá jarðarbúum tveim
sem settust niður, hlið við hlið,
og horfðu út í kosmósið
sem kímdi móti þeim.

6

Skyttan

Ég hef ýmist farið
eða setið kyrr
eða fetað beggja bil þess.

En þú tókst loks af skarið
sem aldrei henti fyrr
og ekkert benti til þess.

Við erum ljóta parið:
ég loga af heift og pirri
og þú ornar þér við yl þess.

Að fanga í orðum, það er ekki til
í dæminu – þótt ég æfði mig
og þótt mig blóðlangi að gera því skil
skotinu sem hún hæfði mig.

Við beygjum okkur, buktum,
tvær snjáðar sálir, sneyptar,
fyrir duttlunganna veldi,

og orðhöggvumst og tuktum
hvort annað til, full heiftar
uns líða fer að kveldi,
en svo líður loks að kveldi.

Og þá lýsirðu þessum luktum
sem í þig eru greyptar
og undir eins ég þiðna allur innvortis
og er þarnæst sleginn eldi.

8

Reynimelur

Ég vona að öllum heima heilsist vel,
– þau hafi það sem skást, –
nema þessum þarna sem þig elta röndum á
út Reynimel,
rangeygir af ást.

Guð veit að ég vil allflestum vel,
– vinarþel á nóg –
nema þessum þarna sem ég minntist á:
Þeir mega á Reynimel
koma sér í lóg.

Um dag þeir silfurtyngdir spjalla,
og veg,
og kannski skjallar einhver þig
ögn fallegar en ég.

Og þarna rís ein borgin enn,
ólöguleg og grá,
en heima skipta eflaust litum allir þeir
andans menn
er þig góna á.

10

Ýmis mál

Þegar að þér steðja ýmis mál,
úlfúðleg og þver,
og allt virðist baklæst, stál í stál,
er stundaraflausn fáanleg hjá mér.

Það er saklaust við og við
og jafnvel borgar sig.

Þegar úti gerist ósköp svart,
og óvistlegt og kalt,
leystu undan húfu hárið bjart
svo ljómann af því leggi yfir allt.

bottom of page