top of page
Lyftutónlist

LP - 2020

All songs by Moses Hightower
All lyrics by Andri & Steingrímur
Special feature – Rögnvaldur Borgþórsson: guitar, all tracks except 3 & 6, vocals, track 7
Produced & recorded by Moses Hightower & Styrmir Hauksson
Track 6 produced & recorded by Moses Hightower, Styrmir Hauksson & Gunnar Örn Tynes
Mixed by Styrmir Hauksson
Mastered by Glenn Schick

Recorded all over Reykjavík, November 2018 to June 2020. Mixed in Ómstöðin.
Cover design by Sigríður Ása Júlíusdóttir

Guest artists:
Daníel Friðrik Böðvarsson: guitar, track 6
Helgi Hrafn Jónsson: vocals, track 7
Magnús Jóhann Ragnarsson: synths, track 4
Pétur Oddbergur Heimisson: vocals, track 7
Salóme Katrín Magnúsdóttir: vocals, track 4
Samúel Jón Samúelsson: trombone, tracks 1 & 4

Lyrics

1

Þetta hjarta

Vesen!
Þunnu hljóði þegir síminn.
Dó hann, og þú einhversstaðar svekkt?

Ný boð, guðsélof!
Núna nötrar síminn
– taugin sem að tengir okkur strekkt.

Það er myrkvað hús
þetta hjarta.
Ef við römbum á
rafmagnstöflu má
ljósum starta.

Vesen!
Við deilum hektara
en hittumst eftir dúk og disk.

Því hvernig lít ég út og hvar er ég?
Þú þekkir mig af myndum, en þar er ég
á árbakkanum, umfaðmandi fisk.

Vesen!
Kvöldið líður, klárast glösin.
Kvikna ljós, og vertar ræskja sig.

Oft fílast svona fundir svo furðulega
en ekki þessi hér.
Viltu meta og vega
að hittast aftur?
Það myndi gleðja mig.

3

Afturábak

Afturábak spilast jafnan
minningin:

Ísmolar gildna í glösum.
Veskin, þau tútna í vösum
og þú hrindir upp hurðinni
og hleypur inn.

5

Framkvæmdir

Þvæ mér í þaula,
zen í súldarklefanum.
Minni þrifnað má nú sjá.

Sest svo og maula
jógúrt bætta örverum
sem mig elska innanfrá.

Hvað er það sem bankar og ber?
Eru framkvæmdir hér?
Hvað er það sem bankar og ber?
Er það hjartað í mér?
Hér er einhver í framkvæmdum
en ég veit ekki hver.

Sýð ég og sötra
seyði úr jurtum visnuðum,
öllum sigldum langan veg.

Nærumhverfið nötrar,
ja, annaðhvort það eða ég.

Svo tek ég einn fyrir syndina, einn fyrir mig,
einn fyrir hádegi, einn fyrir þig,
einn fyrir virka, tvo fyrir tröll,
einn fyrir jesú og fyrir okkur öll, já...

Hvað er það sem bankar og ber?
Eru framkvæmdir hér?
Hvað er það sem bankar og ber?
Er það hjartað í mér?
Hér er einhver í framkvæmdum
en ég veit ekki hver.

7

Selbiti

Að sjá út yfir fjörðinn
um kvöld
fer vel í mig.
Svo stíg ég í spörðin,
steingerð og köld.
Ísland: 12 stig.

Það er svona í kvöld,
það var svona í dag:
Stundum fæ ég klapp,
stundum selbita.

Þannig hefur hún, jörðin,
tagl, sem og högld –
þessi sem ól þig.

2

Lyftutónlist

Lyftuklefinn, lengst í himininn
loftandi þöglu pari.
Hurðin víkur, hrúgast inn
hóstandi, hálsbólginn skari.

Starað niðrí gólf. Orðum kyngt.
Spegillinn sniðgenginn,
augnablikið er farið.

Og svo kom inn einn sem blístraði lag,
dröslandi inn stóreflis tösku.
Glotti og bauð öllum góðan dag,
gjallandi málrómi og röskum.

Og á hverri hæð týndist út
uns okkar maður einn, af stút,
fékk sér úr örsmárri flösku.

Ó, að standa þögul hlið við hlið
og standa kyrr, en færast til:
niður og upp,
aldrei framávið.

Pompar létt af stað, heyrist brak
í þyngdarleysi andartak
í vél sem að fall þitt er falið.

Augnablikið er farið.

4

Stundum

Góð týpa.
Gimsteinn sem gæti þurft að slípa.
Vel hærður

og tenntur.
Vel hirtur, vel ættbókarfærður,
vel vinklaður.

Góð bein
og fyrir löngu laus við lús og nit,
hárlos, klór og bit.

Stundum líkjast eigendur hundum,
skilurðu?
Ég skil.

Um nætur
sefur hann, en allir fjórir fætur
starfa

á hlið.
Í hundadraumi fögrum eltist við
gjörvallt kattkynið.

Stundum líkjast Emilar Skundum,
skilurðu?
Ég skil.

6

Ellismellur

Að loknum lestri fréttanna
litgreini sokka og sameina:
Einn, tveir, áfram gakk!

Fylgist með fótabúnaði
í hans náttúrulega umhverfi
og sé að þeim fjölgar, stöku sokkunum.

Í grámann grannaskinnin falla eins og flís við rass,
fljúga ansi oft á Útvarp Saga class,
og fá sér af stút.

Og þegar öllu þeirra bauki er á botninn hvolft
blasir við að ekki gerist alltof oft
að þau kíki eitthvert út

og ég spyr mig:
Er ekki mál að linni?
Er ekki kominn tími til að skora gufuna á hólm?

Og sjá:
Vatteruð kona í kvartbuxum,
(hjarta, ertu fransbrauð?)
ég kikna í göngulimunum!
(fýsn, ertu hordauð?)

Ég sagði: „Kannski væri þjóðráð að við kíktum í
kaffibolla og mögulega kruðerí,
og rifjuðum upp gengna slóð?“

Hún sagði: „Á laugardögum líta barnabörnin við,
á mánudaginn læt ég skipta um mjaðmarlið
en annars er ég bara góð.“

Er ekki kominn tími til að tíminn komi til?

bottom of page