top of page
Maðkur í mysunni (w/ Prins Póló)

Single - 2022

Music & Lyrics by Prins Póló & Moses Hightower
Produced by Prins Póló & Moses Hightower
Recorded by Andri Ólafsson in Fyrrum Kristileg miðstöð
Mixed by Styrmir Hauksson
Mastered by Glenn Schick

Lyrics

Nú er loks kominn minn tími
Ég sest niður og læt úr mér líða.
Veit ekki alveg hvað mig langar í
svo ég ákveð að hinkra aðeins og bíða.

Er það lakkrís eða hlaupbangsi?
Allt sem veldur ekki bakflæði.
Eitthvað sem linar mínar þjáningar
og vekur ekki upp óþægilegar spurningar.

Þá heyrist bank, heyrist bank og ringl.
Að mér læðist bréf og ég lifna aðeins.
Fikra mig áleiðis í pósthólfið,
tilbúinn að setja hökuna í gólfið

Bý mig undir eitthvað dúndurhresst,
ekki eitthvað ömurlegt hversdagsstress.
Bara það sem sefar mínar langanir
og kemur mér langleiðina út á dansgólfið.

Heyr!
Orðsending til foreldra:
Kembið vel
hár barnanna,
upp er komin lús!
Ef við sýnum samstöðu,
þrautseigju,
við sigrumst á
sníkjudýrinu!

Annar skæður vágestur,
heimsótti okkur,
bannsettur:
tilfelli af njálg
en vandaður handþvottur,
klipptar neglur,
bjarg' okkur
fram á næsta ár.

bottom of page