Óskaland
Single - 2024
Music by Moses Hightower
Lyrics by Andri Ólafsson & Steingrímur Karl Teague
Produced by Moses Hightower
Recorded by Andri Ólafsson in Fyrrum Kristileg miðstöð
Mixed and mastered by Friðfinnur Sigurðsson
Guitar by Rögnvaldur Borgþórsson
Lyrics
Höldum því til haga hversu heitt ég ann
– þótt tímaglasið skorta fari sand –
vörunum sem heitar ég við vangann fann
vísa mér í óskaland.
Sjá hana og hann
sem fundu saman óskaland
Já, sjáðu hana og hann
sem fundu saman óskaland.
Hún og hann
fundu saman óskaland.
Dapurt er hve daglegt streð
er draumasvelt
en kannski vinn ég lífið á mitt band,
fæ stöðugjald af stöðnu hjarta niðurfellt
og sting svo af í óskaland.
Sjá hana og hann
sem fundu saman óskaland
Já, sjáðu hana og hann
sem fundu saman óskaland.
Hún og hann
fundu saman óskaland.
Mikilsháttar ævintýri makalaus?
Mætti bjóða þér að snúa öllu á haus?