Springur út (w/ GDRN, Friðrik Dór and The Reykjavík Big Band)
Single - 2023
Music and lyrics by: Andri Ólafsson, Friðrik Dór Jónsson, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Magnús Trygvason Eliassen, Steingrímur Karl Teague
Arranged and produced by Ari Bragi Kárason and Moses Hightower
Horns by The Reykjavík Big Band, conducted by Ari Bragi Kárason
Woodwinds: Sigurður Flosason, Ólafur Jónsson, Haukur Gröndal, Jóel Pálsson
Flugelhorns, trumpets: Ívar Guðmundsson, Birkir Freyr Matthíasson, Kjartan Hákonarson, Snorri Sigurðarson
Trombones: Samúel Jón Samúelsson, Stefán Ómar Jakobsson, Einar Jónsson, David Bobroff
Soprano sax solo: Jóel Pálsson
GDRN - vocals
Friðrik Dór - vocals
Andri Ólafsson - bass, vocals
Magnús Trygvason Eliassen - drums
Rögnvaldur Borgþórsson - guitar
Steingrímur Karl Teague - keyboards, vocals
Recorded by Ásmundur Jóhannsson in Hljóðriti and Andri Ólafsson in Fyrrum Kristileg miðstöð.
Mixed and mastered by Guðmundur Kristinn Jónsson
Lyrics
Afsakið, en mætti ég
fá að ræða létt við húsfrúna?
Af almættinu sendur er.
Hún þarf að komast aðeins út núna,
hún þarf að dilladilla, bara dansa smá,
tæta og trylla, fá sér smá í tá, það má.
– ú, það má
Hún fer að verða inniblóm,
hún er rótföst í inniskóm,
en þó börnin séu kjempefín
hún væri alveg til í kampavín.
Því hún
var eitt sinn
svo ung
og hæfilega framhleypin.
Hvert fer hún?
Hún fagnar frelsi, fegin vill hún fljúga.
Hvað sér hún?
Hún hrópar hærra: „Heimur, kanntu að heyra?“
Þarna er hún.
Hún ætlar út. Hleyptu henni út og sjáðu
hvernig hún svo springur út.
Hún springur út…
Henni er það þvert um geð
að horfa á heiminn út um rúðugler.
Sófasetin, angurvær
og búin að vera værukær,
en núna eirðarlaus og orðin södd
af endalausri innirödd.
Hvert fer hún?
Hún fagnar frelsi, fegin vill hún fljúga.
Hvað sér hún?
Hún hrópar hærra: „Heimur, kanntu að heyra?“
Þarna er hún.
Hún ætlar út. Hleyptu henni út og sjáðu
hvernig hún svo springur út.
Afsakið, en mætti ég
fá að ræða létt við húsfrúna?
Hún þarf að komast aðeins út.
Hún fagnar frelsi, fegin vill hún fljúga.
Hún hrópar hærra: „Heimur, kanntu að heyra?“
Hún ætlar út. Hleyptu henni út og sjáðu
hvernig hún svo springur út.
Hún springur út…