TEMPÓ PRÍMÓ
UPPÁHELLINGARNIR SYNGJA
JÓNAS OG JÓN MÚLA
Það er okkur sérstök ánægja að færa ykkur plötuna okkar: „Tempó prímó – Uppáhellingarnir syngja Jónas og Jón Múla“. Hér getiði streymt henni eða pantað hana á vínyl eða geisladiski, en hana má einnig finna í plötubúðum bæjarins.
31. mars 2021 hefði meistari Jón Múli Árnason orðið 100 ára gamall og í tilefni þess ákvað sönghópurinn Uppáhellingarnir að taka upp plötu með lögum hans við texta Jónasar Árnasonar bróður hans, auk titillagsins að ofan, sem er með texta eftir Jón sjálfan.
Andri Ólafsson, sem syngur bassa og leikur á kontrabassa, gerði 11 nýjar 3-5 radda söngútsetningar fyrir Uppáhellingana, en með honum í sveitinni eru Steingrímur Karl Teague sem syngur tenór og leikur á píanó, og Rögnvaldur Borgþórsson sem syngur baritón og leikur á gítar.
Með Uppáhellingunum syngur í meirihluta laganna Sigríður Thorlacius, og Matthías Hemstock leikur á trommur, en sérstakir gestir, hvort í sínu laginu, eru Salóme Katrín Magnúsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Tónlistina tóku upp, hljóðblönduðu og hljómjöfnuðu Styrmir Hauksson og Andri í sameiningu, að mestu í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Lögin á plötunni:
Stúlkan mín • Augun þín blá • Tempó prímó • Kavatína Kristínar • Ljúflingshóll • Forðum tíð
Ég man þá tíð • Sérlegur sendiherra • Gettu hver hún er • Hvað er að? • Rjúkandi ráð