TEMPÓ PRÍMÓ
UPPÁHELLINGARNIR SYNGJA
JÓNAS OG JÓN MÚLA
Það er okkur sérstök ánægja að færa ykkur titillagið af væntanlegri plötu okkar: „Tempó prímó – Uppáhellingarnir syngja Jónas og Jón Múla“. Platan í heild sinni kemur út á næsta ári, þegar vínyllinn skilar sér til landsins, en okkur fannst ómögulegt annað en að syngja aðeins „alheims í útvarpið“ á aldarafmælisári höfundarins!
Forpantið
Forpantið plötuna á þessu ári á 30% afslætti og fáið tónleikamiða á hálfvirði!
Eða
FRÉTTIÐ
Skráið ykkur á póstlistann og fáið sendan 15% afsláttarkóða til plötukaupa þegar þar að kemur.
31. mars 2021 hefði meistari Jón Múli Árnason orðið 100 ára gamall og í tilefni þess ákvað sönghópurinn Uppáhellingarnir að taka upp plötu með lögum hans við texta Jónasar Árnasonar bróður hans.
Andri Ólafsson, sem syngur bassa og leikur á kontrabassa, gerði á vordögum 11 nýjar 3-5 radda söngútsetningar fyrir Uppáhellingana, en með honum í sveitinni eru Steingrímur Karl Teague sem syngur tenór og leikur á píanó, og Rögnvaldur Borgþórsson sem syngur baritón og leikur á gítar.
Með Uppáhellingunum syngur í meirihluta laganna Sigríður Thorlacius, og Matthías Hemstock leikur á trommur, en sérstakir gestir, hvort í sínu laginu, eru Salóme Katrín Magnúsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Tónlistina tóku upp, hljóðblönduðu og hljómjöfnuðu Styrmir Hauksson og Andri í sameiningu, að mestu í Hljóðrita í Hafnarfirði.
Lögin á plötunni:
Stúlkan mín • Augun þín blá • Tempó prímó • Kavatína Kristínar • Ljúflingshóll • Forðum tíð
Ég man þá tíð • Sérlegur sendiherra • Gettu hver hún er • Hvað er að? • Rjúkandi ráð